Fjölmennt í opnu húsi MYR Design
Fjölmennt var í boði sem Helga Björg Steinþórsdóttir hönnuður hélt í gær í fyrirtæki sínu Mýr Design í Frumkvöðlasetrinu á Ásbrú. Helga var með opið hús þar sem hún bauð einnig til sölu fatnað og skart sem hún hannar.
Jafnframt var opnuð ný vefsíða http://www.myrdesign.net/
Íslensk, nútímaleg og þægileg hönnun eru aðalsmerki Mýr design. Helga Björg selur hönnun sína í Duty Free fashion, Kraum og í Atilier Einfach í Austurríki.
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi á vinnustofunni síðdegis í gær.
Fleiri myndir í ljósmyndasafninu hér á vf.is