Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fjölmennt á opnunardegi nýrrar sýningar Þekkingarsetursins
Katrín Þorvaldsdóttir, Reynir Sveinson, Eydís Mary Jónsdóttir og Júlíus Viggó Ólafsson.
Þriðjudagur 24. mars 2015 kl. 11:29

Fjölmennt á opnunardegi nýrrar sýningar Þekkingarsetursins

Fjölmargir gestir lögðu leið sína í Þekkingarsetrið á sunnudaginn vegna opnunar sýningarinnar Huldir Heimar Hafsins – Ljós þangálfanna. Aðstandendur sýningarinnar voru þau Katrín Þorvaldsdóttir listakona með meiru, Reynir Sveinson sem sá um lausnir allra tæknilegra vandamála, Eydís Mary Jónsdóttir textasmiður og Júlíus Viggó Ólafsson tónhöfundur. Þá sá Lúðvík Ásgeirsson um grafíska uppsetningu texta sýningarinnar.

 
 
Gangurinn þar sem sýningin fer fram. Mikið verk að baki. 
 
 
Katrín Þorvaldsdóttir hélt fallega ræðu í tilefni opnunarinnar þar sem hún m.a. tileinkaði komandi kynslóðum sýninguna.
 

Júlíus Viggó heiðraði gesti sýningarinnar með einstaklega fallegum söng, við undirleik föður síns, Ólafi Þór Ólafssyni, forseta bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar og stjórnarformanns Þekkingarsetursins.

 
 
Hér má sjá afmælisbarn dagsins, Tómas Knútsson náttúruverndarmann með meiru, sem hefur helgað stóran hluta ævi sinnar hreinsunar strandlengju Íslands, ásamt Ásmundi Friðrikssyni alþingismanni, sem kíkti aðeins í símann.
 
 
Yngsta kynslóðin mætt ásamt foreldrum. Þingkonan Katrín Jakobsdóttir mætti ásamt syni sínum. 
 
Allar sýningar Þekkingarsetursins eru opnar almenningi alla virka daga á milli kl 10:00 og 14:00 og minnt er á sveigjanlega opnunartíma sem eru í boði fyrir hópa.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024