Fjölmennt á kynningu Blue Lagoon
Kynning á nýrri Blue Lagoon andlitslínu sem haldin var í Ásmundarsafni þann 14. mars sl. var afar vel sótt. Hátt í 300 glæsilegar konur komu í boðið þar sem þær fengu að fræðast um kosti og virkni þessarar einstöku nýju línu frá Ásu Brynjólfsdóttur, þróunarstjóra Bláa Lónsins.
Eftir kynninguna, léttar veitingar og góða tónlist voru konurnar leystar út með fallegri vörugjöf sem innihélt vörur úr nýju línunni.
Af vefsíðu Bláa Lónsins