Fjölmennt á fyrirlestri í 88 húsinu
Fjölmenni sótti fyirlestur Magnúsar Skarphéðinssonar í 88 Húsinu í gærkvöldi.
Þar fjallaði Magnús, sem er formaður Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur, um drauga, dulræn málefni og geimverur og svaraði spurningum fróðleiksþyrstra á eftir.
Á heimasíðu 88 hússins segir að gestir hafi verið afar áhugasamir og ræddu málin við Magnús langt fram eftir kvöldi.