Fjölmennt á aðventuhátíð eldri borgara í Stapa
Aðventuhátíð eldri borgara á Suðurnesjum var haldin í Stapanum í gær í boði Sparisjóðsins í Keflavík. Óhætt er að segja að eldri borgarar kunni vel að meta þessa hátíð, enda var Stapinn þétt setinn. Þegar útsendari Víkurfrétta var á staðnum var Gunnar Eyjólfsson leikari í pontu að segja sögur af sjálfum sér. Meðal annars greindi hann frá því þegar reynt var að fá hann til að stunda njósnir á Mallorca fyrir mörgum árum. Hann sagði að setið hafi verið um sig. Hann sagði að reynt hafi verið að bera á sig fé í þeim tilgangi að koma sér í steininn og þá fyrir fíkniefnasölu eða eitthvað slíkt. Gunnar rifjaði einnig upp æskuárin í Keflavík.
Bæjarstjórnarbandið, þverpólitísk hljómsveit úr bæjarstjórn Reykjanesbæjar, kom einnig fram á aðventuhátíðinni. Ýmislegt annað var gert til fróðleiks og skemmtunar. Boðið var upp á glæsilegt kaffihlaðborð en stemmningin í Stapa í gær var svo sannarlega til að koma fólki í jólaskap.
Bæjarstjórnarbandið, þverpólitísk hljómsveit úr bæjarstjórn Reykjanesbæjar, kom einnig fram á aðventuhátíðinni. Ýmislegt annað var gert til fróðleiks og skemmtunar. Boðið var upp á glæsilegt kaffihlaðborð en stemmningin í Stapa í gær var svo sannarlega til að koma fólki í jólaskap.