Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjölmennir hádegistónleikar
Þriðjudagur 2. mars 2004 kl. 13:15

Fjölmennir hádegistónleikar

Fjölmenni var á hádegistónleikum Tónlistarfélags Reykjanesbæjar sem fram fóru í Listasafni Reykjanesbæjar í hádeginu í dag, en tónleikarnir voru í samstarfi við Íslensku Óperuna. Davíð Ólafsson bassasöngvari tók þar nokkra negrasálma við undirleik hljómsveitar, en Davíð starfar við Íslensku Óperuna og fer með eitt hlutverka í Brúðkaupi Fígarós sem nú er sýnt í óperunni. Tónleikarnir tókust mjög vel og þökkuðu áhorfendur vel fyrir góða tónleika, en eins og flestir vita er Davíð Ólafsson Suðurnesjamaður.
Samstarfið við Íslensku Óperuna er tilraunaverkefni og ef undirtektir verða góðar er hugsanlegt að Tónlistarfélagið standi fyrir fleiri hádegistónleikum í framtíðinni.

Myndin: Fjölmenni var á tónleikunum og var almenn ánægja með þá. VF-ljósmyndir/Jóhannes Kr. Kristjánsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024