Fjölmenningarlegt veisluborð við setningu Menningarviku
- Fjölbreytt dagskráin er að mótast.
Formleg setning Menningarviku 2014 verður eftir rúma viku, laugardaginn 15. mars kl. 17:00 í Grindavíkurkirkju. Eftir setningu verður gestum boðið í safnaðarheimilið í Fjölmenningarlegt veisluhlaðborð. Grindvískir íbúar frá Filippseyjum, Tælandi, Póllandi og fyrrum Júgóslavíu kynna og bjóða upp á rétti frá sínum heimalöndum.
Á dagskrá setningarinnar er m.a.:
• Ávörp.
• Gunnar Þórðarson & Stanley Samuelsen frá Færeyjum leika nokkur lög.
• Svíarnir Roger Norén og David Wahlén frá vinabænum Piteá í Svíþjóð leika sænska þjóðlagatónlist.
• Tónlistaratriði - nemendur úr Tónlistarskóla Grindavíkur leika. Samspil á rafgítar. Klarínettuleikur.
• Útnefning Bæjarlistamanns Grindavíkur 2014.
Mynd af vefsíðu Grindavíkurbæjar.