Mannlíf

  • Fjölmenningardagur í Bókasafni Reykjanesbæjar
    Fjölmenningardagur Reykjanesbæjar verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 4. júní nk.
  • Fjölmenningardagur í Bókasafni Reykjanesbæjar
    Maria Shishigina Pálsson kynnir menningu í Yakutsk Síberíu.
Þriðjudagur 31. maí 2016 kl. 16:09

Fjölmenningardagur í Bókasafni Reykjanesbæjar

Fjölmenningardagur Reykjanesbæjar verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 4. júní klukkan 12.00 í Bókasafni Reykjanesbæjar. Boðið verður upp á margvíslegar kynningar, s.s. þjóðakynningu, kynningu á Lingua cafè og kynningu á móðurmálskennslu í Myllubakkaskóla. Tónlistaratriði koma frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og boðið verður upp á kaffi og íslenskt meðlæti.

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs kynnir réttindi innflytjenda. Sveindís Valdimarsdóttir verkefnastjóri MSS kynnir Lingua cafè. Maria Shishigina Pálsson kynnir menningu í Yakutsk Síberíu. Jurgita Milleriene kynnir móðurmálskennslu fyrir tvítyngd börn. Atriði frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Nánar hér!

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024