Bilakjarninn
Bilakjarninn

Mannlíf

Fjölmenni við setningarathöfn Ljósanætur
Fimmtudagur 30. ágúst 2018 kl. 10:12

Fjölmenni við setningarathöfn Ljósanætur

Fjölmennt var í setningarathöfn Ljósanætur sem fram fór í skrúðgarðinum í Keflavík síðdegis í gær í blíðskapar veðri. Setningarathöfnin í ár var með breyttu sniði frá því sem áður hefur verið.
 
Athöfnin hófst með lúðrablæstri og þá söng samkór nemenda úr grunnskólum Reykjanesbæjar. Ingó veðurguð og Jóhanna Guðrún sungu einnig fyrir gesti og þá var dansað. Fulltrúar nemenda drógu Ljósanæturfánann að húni eftir að Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri hafði ávarpað samkomuna.
 
Ljósmyndari Víkurfrétta tók meðfylgjandi myndir við athöfnina í gær. Þá sýndi VF einnig beint frá setningunni á Facebook síðu sinni.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Ljósanótt 2018 sett