Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Fjölmenni sótti hátíðarhöld 17. júní í Reykjanesbæ
    Jóhan Ragnar Jóhannsson dró þjóðhátíðarfánann að húni. VF-myndir/pket.
  • Fjölmenni sótti hátíðarhöld 17. júní í Reykjanesbæ
Laugardagur 18. júní 2016 kl. 11:43

Fjölmenni sótti hátíðarhöld 17. júní í Reykjanesbæ

Mikið fjölmenni sótti hátíðarhöld þjóðhátíðardagsins, 17. júní í Reykjanesbæ. Jón Ragnar Jóhansson dró þjóðhátíðarfánann að húni með aðstoð Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra og skátafélaga í Heiðarbúum.

Eflaust hefur veðurblíða hafa eitthvað að segja með aðsóknina því sjaldan hafa jafn margir mætt í skrúðgarðinn í Keflavík. Athöfnin þegar fáninn er dreginn að húni er alltaf mjög hátíðleg en hún er fyrsti liður í hátíðarhöldunum í skrúðgarðinum. Skátarnir leiða skrúðgöngu frá Keflavíkurkirkju eftir hátíðarmessu og tónlistarfólk frá Tónlistarskólanum í Reykjanesbæ blæs í hljóðfærin á leiðinni.
Eftir fánahyllingu söng Karlakór Keflavíkur þjóðsönginn og Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar setti hátíðina. Sigurður Eyberg Jóhannesson, umhverfis- og auðlindaverkfræðingur flutti hátíðarræðu og Ingibjörg Sól Jónsdóttir, nýstúdent frá FS flutti ávarp fjallkonu.

Síðan var boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði í skrúðgarðinu og einnig í ungmennagarði um kvöldið. Góð stemmning var á fallegum degi og fjölmargir sóttu kaffisölu Keflvíkinga og Njarðvíkinga, í Myllubakkaskóla og Njarðvíkurskóla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

17. júní í Reykjanesbæ