Fjölmenni og fjör á Ásbergsballi - myndasafn
Það var margt um manninn og mikið stuð og stemmning á Ásbergsballi í Stapa í gærkvöldi. Suðurnesjamenn sem sóttu skemtistaðinn Bergás í Keflavík á árunum hafa mörg undanfarin ár hist á dansiballi og minnst þessa tíma og þessarar tónlistar.
Aðalsteinn Jónatansson, diskótekari lék öll gömlu diskólögin sem tröllriðu öllu á þessum tíma og í óvæntu skemmtiatriði í gær kom dúettinn ÞÚ og ÉG með þeim Jóhanni Helgasyni og Helgu Möller og söng nokkur lög á sviðinu í Stapa.Þá voru rifjuð upp gömul skemmtiatriði. Hjólaskautakapparnir Gunnar Páll Rúnarsson, Hilmar Kristinsson og Valþór Ólason sýndu listir sínar, þrjátíu árum síðar, reyndar með göngugrindur sem stuðning en flottir samt. Síðan komu kung-fu bardagakapparnir Hilmar K, Gunnar Oddsson og Þorgeir Axelsson og rifjuðu upp sýninguna sína.
Valþór Ólason, brottfluttur Keflvíkingur stóð fyrir ballinu. Hann kallaði upp á svið hjónin Árna Samúelsson og Guðnýju Ásberg og þeirra fjjölskyldu, færði þeim gjöf og þakkaði þeim fyrir þeirra þátt í skemmtanalífi Suðurnesjamanna.
--
Stemmning í Stapa. Neðst má sjá þá forsprakka Valþór Óla til hægri og Alla diskó á sviðinu í Stapanum í gær.