Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Fjölmenni í tónlistargöngu
Föstudagur 24. ágúst 2018 kl. 09:40

Fjölmenni í tónlistargöngu

- Söngvaskáld í Reykjanes Geopark

Hátt í tvöhundruð manns tóku þátt í tónlistarsögugöngu með Söngvaskáldum á Suðurnesjum í gærkveldi þar sem veðrið lék við göngufólk.

Gangan var síðasta ganga sumarsins á vegum Útivistar í Geopark en markmið þess er m.a. að kynna náttúru og menning á Suðurnesjum. Styrktaraðilar verkefnisins eru HS orka og Bláa Lónið.

Public deli
Public deli

Það voru þau Dagný Gísladóttir, Elmar Þór Hauksson og Arnór B. Vilbergsson sem leiddu gönguna en farið var um gamla bæinn í Keflavík og stoppað við æskuheimili þekktra tónlistarmanna eins og Jóhanns Helgasonar, Magnúsar Kjartanssonar, Þorsteins Eggertssonar og Rúnars Júlíussonar. Þá var litið við hjá Sumarliða sem er þekktur karakter Bjartmars Guðlaugssonar.

Göngunni lauk við upptökuheimilið Geimstein og rokksafn Rúnna Júll þar sem gestir gátu skoðað sig um.