Fjölmenni í sögugöngu um Innri-Njarðvík
Fjöldi fólks mætti í sögugöngu um Innri-Njarðvík á vegum Byggðasafns Reykjanesbæjar miðvikudaginn 3. júlí. Það tóku um 120 manns þátt í göngunni sem Helga Ingimundardóttir, leiðsögumaður, leiddi. Hún sagði frá húsum og fólki og stoppað var í kirkjunni og húsi byggðasafnsins að Njarðvíkurbraut 42.
Næsta ganga verður um Ytri-Njarðvík þann 30. júlí og hefst klukkan 20. Gönguna leiðir Kristján Jóhannsson og hefst hún við kirkjuna í Ytri-Njarðvík. Fleiri göngur verða auglýstar þegar nær dregur, bæði á samfélagsmiðlum og vef Byggðasafns Reykjanesbæjar [www.byggdasafnreykjanesbaejar.is].
Göngurnar eru hluti af afmælisdagskrá Reykjanesbæjar í ár.
Meðfylgjandi myndir tók Sigurður Helgi Pálmason í sögugöngunni sem var farin um Innri-Njarðvík.