Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjölmenni í skrúðgarðinum í Reykjanesbæ
Föstudagur 23. júní 2023 kl. 10:10

Fjölmenni í skrúðgarðinum í Reykjanesbæ

Fjölmenni fagnaði á þjóðhátíðardegi Íslendinga í Reykjanesbæ en í skrúðgarðinum var hátíðardagskrá og skemmtidagskrá.

Dagskrá þjóðhátíðardagsins hófst með hátíðarguðþjónustu í Keflavíkurkirkju. Að henni lokinni fór skrúðganga undir stjórn skáta úr Heiðabúum og Lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar með hátíðarfánann í skrúðgarðinn í Keflavík. Það kom í hlut Sólveigar Þórðardóttur, ljósmyndara, að þjóðfánann að húni. Hefð er fyrir því að Karlakór Keflavíkur syngur þjóðsönginn. Setningarræða dagsins var í höndum Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur, forseta bæjarstjórnar. Valý Rós Hermannsdóttir, nýstúdent, var í hlutverki fjallkonu. Ræðu dagsins flutti svo Jóhann Smári Sævarsson, óperusöngvari, söngkennari, leikstjóri og stjórnandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þegar formlegri hátíðardagskrá lauk tók svo skemmtidagskrá við í skrúðgarðinum. Meðfylgjandi eru myndir sem Hilmar Bragi tók við þetta tækifæri, myndasafn neðst á síðunni.


Sólveig Þórðardóttir fánahyllir á 17. júní

Sólveig Þórðardóttir, ljósmyndari, var fánahyllir við hátíðarhöld Reykjanesbæjar í skrúðgarðinum í tilefni 17. júní í ár. Sólveig er Keflvíkingur í húð og hár, gekk í Barnaskólann og Gagnfræðaskólann í Keflavík og síðar í Iðnskóla Suðurnesja. Hún hóf störf hjá Heimi Stígssyni ljósmyndara 1973, fór á námssamning hjá honum og útskrifaðist sem sveinn í ljósmyndun 1976 og síðar með Meistarabréf sem meistari í ljósmyndun.

Árið 1982 stofnaði Sólveig eigin ljósmyndastofu, Nýmynd, og hóf rekstur hennar í Ásbergshúsinu að Hafnargötu 26. Frá árinu 2004 var Nýmynd starfrækt í eigin húsnæði að Iðavöllum 7. Kjörorð Nýmyndar var „Myndatökur við allra hæfi“.

Í árslok 2022 hætti Nýmynd starfsemi og lét Sólveig jafnframt af störfum. Sólveig hefur því starfað við ljósmyndun í rúm 51 ár og rekið eigið félag Nýmynd með sömu kennitölu í 40 ár.

Við starfslok ákvað Sólveig að afhenda Byggðasafni Reykjanesbæjar filmusafn Nýmyndar að gjöf og af því tilefni var látlaus móttaka í DUUS-Safnahúsum þar sem Sólveig og Eva Kristín Dal, forstöðumaður Byggðasafnsins, undirrituðu samkomulag þessa efnis. Filmusafnið spannar árin 1982 til 2009 en síðan þá er myndasafnið stafrænt. Myndirnar úr filmusafninu eru úr u.þ.b. 10.000 tökum og má leiða líkur að því að fjöldi mynda sé um 300.000 talsins. 

„Myndirnar eru einstök heimild um íbúa Reykjaness síðastliðna áratugi og er það heiður fyrir sveitarfélagið og Byggðasafnið að fá það hlutverk að varðveita þær fyrir komandi kynslóðir,“ sagði bæjarstjórinn.

17. júní í Reykjanesbæ 2023