Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjölmenni í fimmtugsafmæli Mumma Hermanns
Laugardagur 6. ágúst 2005 kl. 13:23

Fjölmenni í fimmtugsafmæli Mumma Hermanns

Húsfyllir var í Stapa í gær þegar stórsöngvarinn Guðmundur Hermannsson, eða Mummi Hermanns, hélt fimmtugsafmæli sitt hátíðlegt. Hann var einnig að fagna öðrum áfanga og var það útgáfa geisladisksins „Í tilefni dagsins“ þar sem hann syngur lög sín við ljóð ýmissa listamanna.

Afmælisveislan var því einnig útgáfutónleikar en Mummi steig á stokk ásamt einvalaliði tónlistarmanna og lék lögin af disknum við dynjandi undirtektir. Lék Stapinn á reiðiskjálfi í fjörugustu lögunum en inn á milli voru rólegri lög.

Ekki er orðum aukið að segja að Mummi og félagar hafi hrifið salinn með sér og voru gestir himinlifandi eftir að tónleikunum lauk.

Gleðskapurinn hélt áfram fram eftir kvöldi og munu fleiri myndir úr veislunni birtast hér á vf.is innan skamms.

VF-myndir/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024