Sunnudagur 6. júní 2004 kl. 13:57
Fjölmenni í blíðviðri í Grindavík
Fjölskylduhátíðin Sjóarinn Síkáti er haldin í Grindavík í dag í blíðskaparveðri. Mikill fjöldi fólks er saman kominn í bænum í sannkölluðu Mallorca-veðri, 17 stiga hita og glampandi sól.
Enn er fólk að streyma að bænum og er útlit fyrir metfjölda.