Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjölmenni hlýddi á frásagnir flóttafólks
Hadia Rahmani lýsir lífi sínu í Afganistan og á bak við hana hlýðir úrkaínski flóttamaðurinn Natalia Zhyrnova á frásögn hennar. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 25. apríl 2023 kl. 15:49

Fjölmenni hlýddi á frásagnir flóttafólks

Fjöldi fólks lagði leið sína í Bókasafn Reykjanesbæjar í gær þar sem fjórir einstaklingar, flóttamenn frá fjórum mismunandi löndum, sögðu frá lífi sínu og upplifun sinni á Íslandi.

Fólkið hafði átakanlega sögu að segja, frásagnir sem eru svo fjarri okkur íbúum á þessu friðsama landi sem er laust við stríðsátök og annað ófremdarástand. Þau Khalifa Mushib frá Írak, Natalia Zhyrnova frá Úkraínu, Anibal Guzman frá Venesúela og Hadia Rahmani frá Afganistan eiga það öll sameiginlegt að hafa flúið erfiðar aðstæður í heimalandi sínu og hafa fundið sér samastað í Reykjanesbæ. Öll fóru þau fögrum orðum um velvild Íslendinga í sinn garð og þakklæti þeirra var meira en orð fá lýst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Fjórmenningarnir Natalia Zhyrnova, Anibal Guzman, Hadia Rahmani og Khalifa Mushib á sýningunni Heima er þar sem hjartað slær í Átthagastofu.

Fyrir frásagnir fjórmenninganna kynnti rithöfundurinn Kristín Guðmundsdóttir nýju léttlestrarbókina sína Birtir af degi en hún er ætluð er fólki af erlendum uppruna sem er að taka fyrstu skrefin íslensku. Eftir það opnaði listasýningin Heima er þar sem hjartað slær – ferðalag milli byggðarlaga en sumarið 2022 fékk Bókasafn Reykjanesbæjar styrk frá Bókasafnasjóði og ferðuðust Anna María Cornette og Gillian Pokalo um landið til fjögurra bæjarfélaga þar sem þær héldu vinnustofur í samvinnu við bókasöfn á hverjum áfangastað, hverri vinnustofa lauk með sýningu. Sýningin er í Átthagastofu og sýnir afrakstur sumarsins.

Gestir voru áhugasamir um það sem flóttamennirnir höfðu frá að segja.

Frásögnum fjórmenninganna verða gerð betri skil í Víkurfréttum næstu viku en Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, hlýddi á fjórmenningana og leit á listasýninguna og má sjá myndasafn frá því neðst á síðunni.

Mín saga: Frásagnir flóttafólks | 24. apríl 2023