Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fjölmenni fylgdist með sólsetri á Garðskaga
Fimmtudagur 22. júní 2006 kl. 11:18

Fjölmenni fylgdist með sólsetri á Garðskaga

Það var fjölmenni á Garðskagavita í gærkvöldinu til að fylgjast með sólsetrinu á sjálfum sumarsólstöðum, þegar dagur er hvað lengstur. Sólin settist þegar klukkan var fjórar mínútur yfir miðnætti í nótt og mátti sjá fólk í faðmlögum fylgjast með sólinni fara niður fyrir Snæfellsnesfjallgarðinn.
Það er komin hefð á það að fólk safnist saman á Garðskaga á þessu kvöldi til að fylgjast með sólsetrinu en skilyrði í gær voru ákjósanleg, þó svo aðeins hafi kulað af hafi. Margir síðustu dagar hafa einnig verið sólarlausir og því var sú gula langþráð í gærkvöldi. Vonandi að næstu dagar verði góðir og ákjósanlegir til að njóta sólar og sólseturs á Garðskaga.
Á meðfylgjandi ljósmynd spilar gamli vitinn á Garðskaga stórt hlutverk í því listaverki sem sólin tekinar ávallt á Garðskaga við sólsetur.

Mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024