Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjölmenni fagnaði tíu ára afmæli Hljómahallar
Fríða Dís og fleiri flottir tónlistarmenn tóku lagið á sviðinu í Stapa.
Laugardagur 13. apríl 2024 kl. 06:09

Fjölmenni fagnaði tíu ára afmæli Hljómahallar

Fjöldi fólks sótti Hljómahöll heim á tíu ára afmælinu síðasta laugardag. Gestir nutu tónlistarflutnings þekkts tónlistarfólks eins og Bríetar, Friðriks Dórs, Fríðu Dísar og Páls Óskars. Þá var tónlistarfólk frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar á tveimur sviðum allan afmælisdaginn.

Sérstök dagskrá var fyrir börnin og boðið var upp á veitingar. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri og formaður fyrstu stjórnar Hljómahallar flutti ávarp og rómaði afmælisbarnið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Gestir voru á öllum aldri og dagskráin fjölbreytt í Hljómahöll.

Fjallað verður nánar um afmæli Hljómahallarinnar í Suðurnesjamagasíni á næstunni.