Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fjölmenni á þrettándagleði í Reykjanesbæ - myndir
Föstudagur 10. janúar 2020 kl. 09:34

Fjölmenni á þrettándagleði í Reykjanesbæ - myndir

Fjölmennt var á þrettándafagnaði í Reykjanesbæ á mánudagskvöld. Dagskráin hófst með luktarsmiðju í Myllubakkaskóla og síðan fór skrúðganga frá skólanum sem var leidd var af álfadrottningu og -kóngi.

Á hátíðarsviði við Hafnargötu tók svo lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar á móti göngunni og söngfólk frá Karlakór Keflavíkur og Kvennakór Suðurnesja sem kom sér fyrir á sviðinu og hóf upp raust sína. Á svæðinu voru svo púkar og tröll sem komu úr röðum Leikfélags Keflavíkur og Skátafélagsins Heiðabúa. Dagskránni í Reykjanesbæ lauk svo með flugeldasýningu Björgunarsveitarinnar Suðurnes.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðfylgjandi myndir tóku Hilmar Bragi Bárðarson og Páll Ketilsson.

Þrettándinn í Reykjanesbæ 2020