Fjölmenni á þakkargjörð í gamla yfirmannaklúbbnum
	Suðurnesjamenn hafa tekið þakkargjörðardaginn með trompi á undanförnum árum. Þeir fjölmenntu í þakkargjörðarmáltíð hjá Menu veitingum og Langbest á Ásbrú sl. fimmtudag. Kalkúnn með öllu tilheyrandi fær amerískan keim þegar hann er snæddur í gamla yfirmannaklúbbnum á gamla varnarsvæðinu.
	Um 500 manns mættu í gamla klúbbinn en einnig var boðið upp á kalkún á fleiri veitingastöðum á Suðurnesjum, m.a. hjá Café Duus og talsvert var einnig um að stóri fuglinn væri kokkaður í heimahúsum. Það mátti sjá á myndum hjá nokkrum á samfélagsmiðlum.
	
	Ljósmyndarar VF kíktu í þakkargjörðarstemmningu á Ásbrú og þar voru þessar myndir teknar. Fleiri myndir eru svo í flottu myndasafni með fréttinni.
	
	
	


 
	
			

 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
												
 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				