Fjölmenni á Styrktartónleikum í Grindavík
Mikill fjöldi kom saman á veitingastaðnum Lukku Láka á Grindavík kvöld eitt í síðustu viku þar sem tónlistarmenn úr bænum komu saman og héldu tónleika til styrktar Sólveigu Sigurðardóttur, sem lesendur Víkurfrétta ættu að kannast við.
Sólveig fékk heilablóðfall fyrir tæpu árið síðan en hefur með dugnaði og elju náð undraverðum bata. Hún hefur m.a. farið út til Noregs og leitað sér meðferðar hjá taugasérfræðingi, en þar sem sú meðferð fellur ekki undir skilyrði Tryggingastofnunar fær hún ekki niðurgreiðslur þaðan.
Þess vegna hefur stuðningsfólk hennar opnað reikning þar sem hægt er að láta sitt af hendi rakna, en hún heldur brátt aftur út til Noregs.
Styrktarreikningur Sólveigar er:
1193-05-1260 Kt: 020761-4239
Á tónleikunum komu fram þeir Kalli Bjarni, Grétar, Sigurbjörn og Óðinn Arnberg, en einnig var happadrætti á staðnum.
Eins og áður sagði var fjölmenni á uppákomunni og voru aðstandendur kvöldsins afar ánægð með mætingu og þann góða anda sem ríkti.
Þorsteinn Gunnar, útsendari VF í Grindavík, lét sig ekki vanta og tók meðfylgjandi mynd og fleiri sem má finna í ljósmyndasafni Víkurfrétta hægra megin á síðunni.
Smellið hér til að lesa viðtal við Sólveigu sem birtist í Víkurfréttum ekki alls fyrir löngu.