Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjölmenni á opnum degi í FS í dag
Laugardagur 4. október 2003 kl. 15:29

Fjölmenni á opnum degi í FS í dag

Það voru margir sem lögðu leið sína í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í dag, en þar fór fram kynning á starfsemi skólans á opnum degi. Gestir gátu litið við í hefðbundnum kennslustundum og kynnt sér námsefni. Það var eitthvað um að vera í öllum stofum og sagði Ólafur Jón Arnbjörnsson skólameistari í samtali við Víkurfréttir að mikið fjölmenni hefði komið við í skólanum í dag. Boðið var upp á tónlist á sal skólans og meðal annars leit þar við 50 manna kór og tók nokkur lög.

 

VF-ljósmynd/JKK: Það voru ungir sem aldnir sem litu við í kennslustund í FS í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024