Fjölmenni á jólatónleikum Kvennakórs Suðurnesja
Húsfyllir var á jólatónleikum Kvennakórs Suðurnesja í Ytri-Njarðvíkurkirkju á dögunum. Gestir á tónleikunum voru ungmennakórinn Vox Felix og barnakór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Kórarnir sungu jólalög og þá flutti séra Petrína Mjöll Jóhannesdóttir hugvekju. Stjórnandi Kvennakórs Suðurnesja er Dagný Þórunn Jónsdóttir. Það er óhætt að segja að jólaandinn hafi svifið yfir vötnum í Njarðvíkurkirkju þetta kvöld.
Birta Rós Arnórsdóttir söng einsöng með Kvennakórnum.
Barnakór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar söng nokkur lög undir stjórn Birtu Rósar Sigurjónsdóttur.
Kvennakór Suðurnesja söng undir stjórn Dagnýjar Þ. Jónsdóttur. VF-myndir/pket.