Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjölmenni á hátíðardagskrá 1. maí í Stapa
Laugardagur 1. maí 2010 kl. 18:41

Fjölmenni á hátíðardagskrá 1. maí í Stapa

Fjölmenni var á 1. maí hátíðarhöldunum sem fóru fram í Stapa í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Dagskrá hátíðahaldanna hófst með setningarávarpi Kristjáns Gunnarssonar, formanns VFSK. Ræðumaður dagsins var Sigurður Bessason, formaður Eflingar og kom hann víða við í ræðu sinni.
Léttleikin fékk líka sitt pláss á 1. maí því sjá mátti glæsilegan dans hjá unga dansparinu Anítu Lóa Hauksdóttur og Péturs Fannars og þá söng sönghópur nokku lög og endaði á alþjóðasönghóp verkalýðsins, Internasjónalinum undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar. Hann sagðist hafa fengið lúðrasveitar undirleik frá rússneska varnarmálaráðuneytinu. Sönghópur Magnúsar hefur æft í fyrrverandi húsnæði Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og það þótti þessum Keflavíkurbítli dæmi um breytta tíma - að hann hafi æft alþjóðasöng verkalýðsins með rússneskum undirleik á fyrrverandi svæði Bandaríkjahers.

--

--