Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fjölmenni á frumsýningu Ölla
Leikstórinn Garðar Örn ásamt unnustu sinni Eydísi Ásu.
Miðvikudagur 4. september 2013 kl. 09:30

Fjölmenni á frumsýningu Ölla

Heimildamynd um ævi Njarðvíkingsins Örlygs Arons Sturlusonar var frumsýnd í gær í Háskólabíó. Myndin sem heitir Ölli er í leikstjórn Keflvíkingsins Garðars Arnar Arnarsonar sem var þarna að klára sína fyrstu mynd. Örlygur var einn efnilegasti körfuboltamaður sem Íslendingar hafa átt en hann lést af slysförum aðeins 18 ára gamall.

Töluvert fjölmenni var við frumsýninguna en þar á meðal voru ættingjar, vinir og þeir sem tengdust Örlygi í gegnum körfuboltann. Vel tókst til að safna fyrir minningarsjóð Ölla en rúmlega 1,4 milljónir króna söfnuðust í kringum sýninguna. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Myndin er ætluð til sýninga á Ljósanótt í SAM-bíóinu í Keflavík.

Víkurfréttir vou á staðnum og smelltu nokkrum myndum af gestum.

María Rut Reynisdóttir frænka Ölla ásamt Særúnu Lúðvíksdóttur móður hans.

Svali Björgvinsson körfuboltasérfræðingur og Logi Gunnarsson æskuvinur Ölla.

Vinir Garðars leikstjóra létu sig ekki vanta.

Hressar æskuvinkonur Ölla úr Njarðvík.