Fjölmenni á farandsýningu í Fjölbrautaskólanum
Húsfyllir var á leiksýningu á sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja í gær þar sem gaf að líta leikverkið norway.today. Þar er um að ræða skemmtilegt og ögrandi verk sem fjallar um tvær ungar manneskjur, Júlíu og Ágúst, sem kynnast með það að markmiði að svipta sig lífi saman. Þau leggja saman í ferð upp að háu bjargi þar sem þau ætla að láta verða af því að stökkva. Verkið segir frá samskiptum þeirra þegar stundin örlagaríka nálgast og er uppfullt af húmor og athyglisverðum pælingum varðandi lífið og dauðann.
Sýningin er á vegum Farandleikhúss Þjóðleikhússins og hefur farið víða um land. Leikarar eru þau Sara Marti Guðmundsdóttir og Þórir Sæmundsson, en leikstjóri er Vigdís Jakobsdóttir.
Ekki var annað að sjá og heyra en að nemendur og starfsfólk skemmtu sér konunglega yfir verkinu, enda er norway.today margverðlaunað stykki sem hefur verið þýtt á tuttugu og fimm tungumál og sett upp í yfir 200 mismunandi uppfærslum um allan heim.
VF-myndir/Þorgils
Sýningin er á vegum Farandleikhúss Þjóðleikhússins og hefur farið víða um land. Leikarar eru þau Sara Marti Guðmundsdóttir og Þórir Sæmundsson, en leikstjóri er Vigdís Jakobsdóttir.
Ekki var annað að sjá og heyra en að nemendur og starfsfólk skemmtu sér konunglega yfir verkinu, enda er norway.today margverðlaunað stykki sem hefur verið þýtt á tuttugu og fimm tungumál og sett upp í yfir 200 mismunandi uppfærslum um allan heim.
VF-myndir/Þorgils