Fjölmenni á brennum
Fjölmennt var á áramótabrennum í Suðurnesjabæ á gamlárskvöld en brennur voru bæði í Sandgerði og Garði. Fjöldi fólks úr nágrannasveitum kom á brennuna í Garði ef marka má bílalestina til Reykjanesbæjar eftir að flugeldasýningu við brennuna lauk. Þá var mikil flugeldaskothríð í Reykjanesbæ á gamlárskvöld og ljóst að íbúar hafa ekkert sparað við sig í flugeldakaupum þó verðurhorfur hafi ekki verið góðar fyrir áramótin.
Meðfylgjandi myndir og myndskeið frá áramótabrennunni í Garði tók Hilmar Bragi Bárðarson.