Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjölmenni á Bílabíói
Fimmtudagur 4. október 2007 kl. 13:26

Fjölmenni á Bílabíói

Það er ekki laust við að nostalgían hafi svifið yfir vötnum á Keflavíkurflugvelli í gær. Þar komu hundruð manna saman til að njóta kvikmyndasýningar á annan hátt en hingað til hefur mátt venjast hér á landi, eða í bílabíó.

Kvikmyndin American Graffiti gladdi þar augu viðstaddra en sýningin var hluti af dagskrá Reykjavik international film festival. í tilefni af sýningunni komu félagar úr fornbílaklúbbi Íslands saman í hópferð, enda voru margir kaggarnir í anda við kvikmyndina.

Nokkur eftirvænting var fyrir sýninguna þar sem gestir komu sér vel fyrir með popp og kók. Á meðfylgjandi mynd sér yfir útisvæðið, en fjölmargir bílar voru einnig innandyra þar sem tvö sýningartjöld voru.

 

VF-mynd/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024