Fjölmenni á Atlantsolíudegi
Í nógu hefur verið að snúast hjá starfsfólki Atlantsolíu í Reykjanesbæ í dag. Fjölmargir hafa gripið gæsina á meðan hún gefst enda stendur Atlantsolíudagurinn sem hæst.
Gestum og gangandi hefur m.a. verið boðið uppá kaffi, kakó og meðlæti en svo mun vera áfram til kl. 18:00 í dag. Þá var einnig happadrætti í gangi, en þeir aðilar sem sótt hafa um Atlantsolíukort í Reykjanesbæ í dag eiga möguleika á því að fá fría áfyllingu á bílinn sinn.
VF-myndir/HBP