Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjölmennar afmælisveislur í björgunarstöðvum
Miðvikudagur 31. janúar 2018 kl. 13:28

Fjölmennar afmælisveislur í björgunarstöðvum

Fjölmennar afmælisveislur voru haldnar í 93 björgunarstöðvum allt í kringum landið í tilefni þess að sl. mánudag voru liðin 90 ár frá stofnun Slysavarnafélags Íslands en þessi landssamtök björgunarsveita heita í dag Slysavarnafélagið Landsbjörg eftir sameiningu tveggja landssamtaka árið 1999.
Afmælisveislur voru haldnar í öllum sveitarfélögum Suðurnesja þar sem björgunarsveitir og slysavarnadeildir sameinuðust í kaffisamsæti þar sem boðið var upp á afmælistertu í tilefni dagsins. Hátíðarfundur stjórnar Slysavarnafélagsins Landsbjargar var svo í beinni útsendingu í öllum björgunarstöðvunum. Á slaginu kl. 21 var svo hvítri sól skotið á loft á 93 stöðum á landinu til að fagna tímamótunum.

Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði er fyrsta björgunarsveitin sem stofnuð er undir merkjum Slysavarnafélags Íslands í júní árið 1928 en það var gert í kjölfar þess að fiskiskipið Jón Forseti strandaði við Stafnes 28. febrúar sama ár. Strand Jóns forseta var mikið áfall fyrir íslensku þjóðina. Fimmtán menn drukknuðu í sjóslysinu. Forsetinn hafði verið flaggskip íslenskra togara um árabil.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víkurfréttir voru með ljósmyndara á þremur stöðum í 90 ára afmælinu. Í Reykjanesbæ smellti Haraldur Haraldsson myndum, Hilmar Bragi í Garði og Emma Geirsdóttir í Grindavík.

90 ára afmæli