Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Fjölmenn fjölskylduskemmtun björgunarsveitarinnar
  • Fjölmenn fjölskylduskemmtun björgunarsveitarinnar
Mánudagur 29. desember 2014 kl. 09:59

Fjölmenn fjölskylduskemmtun björgunarsveitarinnar

– tónlist, tröllastelpa, jólasveinar og flugeldasýning

Haft var á orði að aldrei áður hafi eins margir sótt fjölskylduskemmtun Björgunarsveitarinnar Suðurnes í Reykjanesbæ eins og nú. Skemmtunin fór fram í gærkvöldi við höfuðstöðvar sveitarinnar í Holtgötu. Þar opnaði flugeldamarkaður björgunarsveitarinnar og er fjölskylduskemmtunin órjúfanlegur hluti af opnun markaðarins.

Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá þar sem Fjóla tröllastelpa mætti á svæðið ásamt jólasveinum. Þá var boðið upp á tónlistardagskrá þar sem Hertex-kórinn kom fram auk hljómsveitarinnar Klassart og þá mættu trúbatorarnir úr Heiður með Elvis-slagara áður en flugeldasýning lýsti upp himininn í Grænásnum.

Flugeldamarkaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes er á tveimur stöðum í Reykjanesbæ. Stóri markaðurinn er að Holtsgötu 51 en einnig er sölustaður í gámum á bílastæði í Krossmóa í nágrenni við Nettó.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á fjölskylduhátíðinni í gærkvöldi. VF-myndir: Hilmar Bragi.



































Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024