Fjölmargir á Snúruna
– skemmtilegur tónlistarviðburður á tjaldstæðinu í Sandgerði
Fjölmargir mættu á Snúruna 2015, skynditónleika sem haldnir voru á tjaldstæðinu í Sandgerði á föstudag.
Það voru Hobbitarnir Hlynur Þór Valsson og Ólafur Þór Ólafsson sem stofnuðu viðburð á fésbókinni á miðvikudags í síðustu viku þar sem boðið var til tónleika á tjaldstæðinu í Sandgerði í samstarfi við iStay, sem rekur tjaldstæðið.
iStay bauð upp á grillaðar pylsur og gosdrykki en Hobbitarnir buðu upp á flotta útitónleika sem fjölmargir nutu í veðurblíðunni.
Nánar um þennan viðburð í Víkurfréttum á fimmtudag og Sjónvarpi Víkurfrétta á fimmtudagskvöld kl. 21:30.