Fjölgun í fiskabúrinu í Heiðarskóla
Hefur vakið lukku meðal nemenda og starfsfólks.
Fjölgað hefur í fiskabúrinu í matsalnum í Heiðarskóla. Fiskapar gætir nú vel agnarsmárra seiða sinna fyrir öðrum forvitnum og svöngum íbúum fiskabúrsins. Hefur þetta vakið mikla athygli ungra sem aldinna í skólanum og verður væntanlega spennandi að fylgjast með krílunum og foreldrum þeirra næstu daga og vikur.