Fimmtudagur 5. febrúar 2004 kl. 17:05
Fjölgaði í Frístundaskólanum
Einstaklingum sem sækja Frístundaskólann í Reykjanesbæ fjölgaði í dag. Þeir sem mættu í skólann í dag voru risastórir hvítir karlar, svokallaðir snjókarlar. Þessi var með börnunum í Frístundaskólanum við Njarðvíkurskóla nú síðdegis þegar ljósmyndari smellti af meðfylgjandi mynd.