Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjöldi listamanna sýnir í Listasmiðjunni
Miðvikudagur 11. apríl 2012 kl. 09:49

Fjöldi listamanna sýnir í Listasmiðjunni



Næstkomandi fimmtudag, þann 12.apríl kl. 20.00 verður opnuð myndlistasýning í sýningasal Listasmiðjunnar. Þar munu eftirtaldir sýna verk sýn eftir námskeið sem fram fór í mars og apríl sl. undir handleiðslu Guðmundar R Lúðvíkssonar:

Agnes Agnarsdóttir
Bergþóra Káradóttir
Bjarnveig Björnsdóttir
Halla Harðardóttir
Halldór Sigurðsson
Halldóra Lilja Júlíusdóttir
Helga Sveinsdóttir
Guðrún Jónína Karlsdóttir
Marta Haraldsdóttir
Svanfríður Sverrisdóttir
Þóra Jónsdóttir
Margrét Reynisdóttir.


Eins og endranær enda námskeið sem Guðmundur R stýrir með sýningu og formlegri útskrift. Kór Magnúsar Kjartanssonar mun flytja nokkur lög á opnunni og boðið verður upp á kaffi og kökur. Allir eru velkomnir en sýningin stendur aðeins yfir þetta kvöld. Þess má geta að Listasmiðjan er til húsa á Ásbrú rétt við veitingastaðinn Langbest.

Mynd eftir Guðmund R Lúðvíksson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024