Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Fjölbreyttir Sandgerðisdagar
  • Fjölbreyttir Sandgerðisdagar
Sunnudagur 20. ágúst 2017 kl. 05:00

Fjölbreyttir Sandgerðisdagar

Sandgerðisdagar verða dagana 21. til 26. ágúst í Sandgerði. Sandgerðisdagar er skemmtileg hátíð fyrir alla fjölskylduna. Dagskráin verður fjölbreytt að vanda. Meðal annars verður boðið upp á málverkasýningar, tónlistaratriði, handverk, sölutjöld og markaði.

Sveitarfélaginu verður skipt niður í fjögur hverfi og fær hvert hverfi sinn lit, gulan, rauðan, grænan og bláan og skreytir hverfið í sínum lit.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Formlega setning Sandgerðisdaga og Hverfaleikarnir verða á miðvikudeginum. Hverfin sameinast og keppni fer fram á milli hverfa í fjölbreyttum þrautum. Einnig verður boðið upp á hátíðardagskrá þar sem  fram koma Hjómsveit Tónlistarskólans í Sandgerði, Karlakór Keflavíkur og Júlíus Meyvant.

Á föstudeginum fer fram árlegur knattspyrnuleikur á milli norður- og suðurbæjar. Einnig er dansleikur með Stuðlabandinu í Samkomuhúsinu.

Aðal hátíðardagurinn er á laugardeginum og verður dagskrá frá morgni til kvölds. Ýmsir kom fram á hátíðarsviðinu en þar má nefna Sveppa og Villa, Jón Jónsson, Klassart og hljómsveitina Buff. Kvöldinu lýkur svo með flugeldasýningu.

Sandgerðisdagamótið í golfi verður svo haldið á sunnudeginum á Kirkjubólsvelli.

Frítt verður í Þekkingarsetur Suðurnesja á laugardeginum og sunnudeginum.