Fjölbreyttir Fjölskyldudagar í Vogum
Fjölskyldudagar Sveitarfélagsins Voga verða haldnir hátíðlegir með ýmsum hætti dagana 14.- 20. ágúst. Þetta er í 21. skipti sem hátíðin fer fram og verður hún stútfull af skemmtilegri fjölskyldudagskrá.
Aðgangur að öllum viðburðum á Fjölskyldudögum er ókeypis en einnig er gjaldfrjálst tjaldstæði við íþróttamiðstöðina. Á laugardagskvöldinu verður hverfaganga þar sem allir mæta í sínum hverfalit. Tónlistarveisla verður í Aragerði þar sem fram koma Emmsjé Gauti, Hreimur, Sverrir Bergmann og Stebbi og Eyfi. Að lokum verður boðið upp á glæsilega flugeldasýningu.
Nánar má lesa um dagskrá Fjölskyldudagana á vefsíðu sveitarfélagsins Voga.