Fjölbreyttar gönguferðir frá Vogum í vor
Farið verður í skipulagðar gönguferðir um Sveitarfélagið Voga nú í vor frá 5. maí til 2. júní. Göngurnar verða undir leiðsögn þeirra Viktors Guðmundssonar, Höllu Guðmundsdóttur, Þorvaldar Arnar Árnasonar og Hauks Aðalsteinssonar. Markmið ferðanna er útivera, fróðleikur og ánægja en auk þess sem þátttakendur fá tækifæri á að kynnast náttúru- og söguperlum á þessum slóðum.
Göngur verða farnar að kvöldi til og taka u.þ.b. 2 1/2 klst. og að auki er ein u.þ.b. 6 tíma laugardagsferð. Allir eru velkomnir. Mæting við Íþróttamiðstöðina,
á mánudagskvöldum kl. 19:30, og á laugardegi kl. 10:00.
Dagskrá:
1. ganga mánud. 5. maí. Fuglar, skipsflök, fjörumór og landbrot. Gengið með ströndinni í Vogum og niður í fjöru. Nú er fulglalífið í fjörunni að ná hámarki. Fróðlegt er að sjá hvernig sjórinn gengur á landið og hvernig hægt er að verjast ágangi hans. M.a. verður gengið á fjörumó að flaki Fjallkonunnar frá árinu 1904. Gott að vera í stígvélum eða skóm sem þola bleytu. Takið með sjónauka og fulgabók þeir sem það eiga. Mæting við íþróttamiðstöðina kl.19.30.
2. ganga mánud. 12. maí. Vogastapi, leifar hersjúkrahússins Dailey Camp og samkomustaður Vogabúa á Vogaflötum. Mæting við íþróttamiðstöðina kl.19.30.
3. ganga mánud. 19. maí. Vogavík og eyðibyggð undir Vogastapa: Brekka, Hólmabúð, Kerlingabúð og fleiri sjóbúðir. Haukur Aðalsteinsson segir frá útgerð á þessu svæði. Mæting við íþróttamiðstöðina kl.19.30.
4. ganga laugard. 24. maí. Tór, Mosar, Lambafell, Eldborg.
Mæting við íþróttahúsið kl. 10.00 og ekið þaðan í malarnámu við Afstapahraun. Þar verða fyrstu Tórnar skoðaðar, en það eru gróðureyjar í yngra hrauni. Síðan verður gengið í allar Tórnar, en þær munu vera 7 að tölu. Síðan gengið að Mosum og þá Lambafelli og gegnum það ef tíminn leyfir. Endað á bílastæði við Eldborg þar sem bíll mun ferja okkur að bílunum.Töluverð vegalengd eftir mis greiðum götum í hrauni.
5. og síðasta gangan mánud. 2. júní: Gömul leið milli Voga og Brunnastaðahverfis. Genginn hluti þeirrar leiðar sem Vogabörn gengu í Brunnastaðaskóla og komið við í Grænuborg, Vorhúsum og fleiri eyðibæjum Komið að Kristmundarvörðu þar sem drengur varð úti fyrir nærri öld síðan og sögð saga af því.