Fjölbreytt vinnsla sjávarfangs á Suðurnesjum
„Óður til hafsins“ var yfirskrift kynningar á sjávarafurðum sem kynntar Suðurnesjamönnum á sérstakri kynningu í Kjarna við Icelandair hótelið í Keflavík um síðsutu helgi. Fjölbreytt sjávarfang var í fyrirrúmi á sýningunni en það kom á óvart hversu gróskumikið starf er í vinnslu á hinum ýmsu afurðum úr sjó. Á kynningunni í Kjarna var boðið upp á skelfisk, afurðir úr þangi og fiskfang ýmiskonar.
Þá voru sjávarréttir í fyrirrúmi á veitingahúsinu Vocal alla helgina. Meðfylgjandi myndir voru teknar á kynningunni í Kjarna sl. laugardag.
VF-myndir: Hilmar Bragi