Fjölbreytt útivera og hreyfing á þemadögum
Á annað hundrað nemendur Heiðarskóla dönsuðu frumsaminn dans í lok þemadaga skólans. Þemadagarnir stóðu yfir í þrjá daga 22. - 24. maí. Þessa daga lögðu nemendur skólabækurnar til hliðar og tóku þátt í fjölbreyttri útiveru og hreyfingu. Það var meðal annars boðið upp á ratleik, hjólreiðar, gönguferðir, útileiki, frisbeegolf, boltaþrautir og jóka. Í lok þemadaga lærðu nemendur dans sem sem nokkrir nemendur skólans höfðu samið. Nemendur á unglingastigi söfnuðust saman í íþróttasal skólans og dönsuðu saman dansinn sem þau voru að læra.


 
	
					 
	
					


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				