Fjölbreytt tónlistardagskrá í Duushúsum
Mikil tónlistardagskrá verður í Duushúsum á Ljósanótt eins og venjulega. Allan laugardaginn skiptast t.d. á hálftíma tónleikar í Bíósal og Bátasal þar sem fram koma kórar svæðisins og fleiri tónlistarhópar. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Nánari tímasetningar eru sem hér segir:
14.30 Bíósalur - Karlakór Keflavíkur
15.00 Bátasalur- Félag harmonikuunnenda
15.30 Bíósalur - Sönghópur Suðurnesja
16.00 Bátasalur - Ivory og Ebony
16.30 Bíósalur - Kvennakór Suðurnesja
17.00 Bátasalur - Söngsveitin Víkingarnir
17.30 Bíósalur - Klassart