Fjölbreytt þjóðhátíðardagskrá í Sandgerði
Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur í Sandgerði að venju. Víðavangshlaup fyrir krakka fædda 1988 og síðar fer fram kl. 11:00 við Gamla grasvöllinn. Hátíðardagskrá hefst á Gamla grasvellinum kl. 15:00 og stendur fram eftir degi. Þar verður boðið upp á skemmtiatriði fyrir alla fjölskylduna. Þjóðhátíðarræðuna í ár flytur Guðmundur G. Haraldsson, aðstoðarháskólarektor. Veitingahúsið Vitinn mun bjóða upp á glæsilegt kaffihlaðborð í sal Grunnskólans. Hljómsveitin Þotuliðið verður á staðnum til að halda uppi fjörinu, Mistery Boy kíkir við, Kuggur og Málfríður koma í heimsókn og Möguleikhúsið verður með sýningu. Fótboltasprell og leikir verða á gamla grasvellinum og í lok dagskrár verður boðið upp á grillaðar pylsur og hressingu.
Kvölddagskrá verður í Skýjaborg á vegum Unglingadeildarinnar Vonar og hefst hún kl. 19:00 fyrir 10 ára og yngri. Dagskrá fyrir 11-13 ára verður í Skýjaborg kl. 20:30-22:00 og kl. 22:00-24:00 fyrir 14 ára og eldri.
Sandgerðingar og aðrir Suðurnesjamenn eru hvattir til að fjölmenna og gera þjóðhátíðardaginn í Sandgerði að skemmtilegum samverudegi fjölskyldunnar.
Frétt frá þjóðhátíðarnefnd í Sandgerði.
Kvölddagskrá verður í Skýjaborg á vegum Unglingadeildarinnar Vonar og hefst hún kl. 19:00 fyrir 10 ára og yngri. Dagskrá fyrir 11-13 ára verður í Skýjaborg kl. 20:30-22:00 og kl. 22:00-24:00 fyrir 14 ára og eldri.
Sandgerðingar og aðrir Suðurnesjamenn eru hvattir til að fjölmenna og gera þjóðhátíðardaginn í Sandgerði að skemmtilegum samverudegi fjölskyldunnar.
Frétt frá þjóðhátíðarnefnd í Sandgerði.