Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjölbreytt páskadagskrá Bláa lónsins
Miðvikudagur 8. apríl 2009 kl. 10:53

Fjölbreytt páskadagskrá Bláa lónsins

Á annan í páskum verður boðið upp á gönguferð með leiðsögn um stórbrotið umhverfi Bláa Lónsins.  Gangan hefst kl. 13.00 við bílastæði Bláa lónsins og er áætlað að hún taki um 3 klukkustundir. Möguleiki er að fara rúmlega hálfan hring og fá akstur til baka. Gangan er í boði Bláa Lónsins og Grindavíkurbæjar og enginn þátttökukostnaður er í gönguna.

Gengið verður m.a. um mosagróið Illahraun, framhjá Rauðhól (gígnum sem hraunið kom úr á sögulegum tíma), farið með Skipstíg, fornri þjóðleið, haldið austur með norðurhlíðum Þorbjarnarfells og inn á Baðsvelli. Þar er ætlunin m.a. að kíkja á þjófaslóðir og hin gömlu sel Grindvíkinga. Þá verður gengið yfir að svæði Hitaveitu Suðurnesja og um hið litskrúðuga lónssvæði að lækningalindinni og endað í heilsulind. Sigrún Franklín verður leiðsögumaður í göngunni. Áhersla er á að ferðin og fræðslan verði með þeim hætti að bæði  börn og  fullorðnir hafi gagn og gaman af. Góður skófatnaður æskilegur og gott að taka með sér smá nesti. Allir þátttakendur eru á eigin ábyrgð.

Á annan í páskum verður vatnsleikfimi í boði fyrir gesti Bláa lónsins. Leikfimin fer fram í lóninu kl 14.30 og kl 16.30.Rúnar Sigríksson, íþróttakennari og einkaþjálfari í Hreyfingu, heilsulind mun sjá um kennsluna.  

Sérstakur páskamatseðill verður í boði á veitingastaðnum Lava alla páskadagana. Börn borða frítt af matseðli panti fullorðinn aðalrétt af matseðli. Tvö börn á hvern fullorðinn.?Þá verður Kynning og tilboð á Blue Lagoon húðvörum í verslun. Öll börn fá páskaegg á meðan birgðir endast.  Ávallt er frír aðgangur í Bláa Lónið fyrir börn 13 ára og yngri í fylgd með forráðamönnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024