Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Fjölbreytt jóladagskrá á vegum Reykjanesbæjar
Mynd tekin í Bryggjuhúsi við upptökur á Jólastundinni okkar 2016. Mynd af vef Reykjanesbæjar.
Þriðjudagur 20. nóvember 2018 kl. 09:37

Fjölbreytt jóladagskrá á vegum Reykjanesbæjar

Jóladagskrá Reykjanesbæjar hefur verið birt í viðburðadagatali á vef bæjarins. Til hægðarauka má hér sjá hér helstu viðburði desembermánaðar og nokkuð ljóst að engum ætti að þurfa að leiðast á aðventunni.
 

Jóladagskrá í Reykjanesbæ 2018 

 
Föstudagur 23. nóvember kl. 16.30 : Bókasafn
Bókakonfekt barnanna – upplestur fyrir börn. Arndís Þórarinsdóttir les upp úr Nærbuxnaverksmiðjunni og Katrín Ósk Jóhannsdóttir upp úr Mömmugull. Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Ráðhúskaffi býður upp á heitt súkkulaði og piparkökur.
 
Fimmtudagur 29. nóvember kl. 20.00 :  Bókasafn
Bókakonfekt – upplestrarkvöld fyrir fullorðna. Dagný Gísladóttir, Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum.
 
Föstudagur 30. nóvember kl. 16.30 :  Bókasafn
Bókabíó. Jólamyndin The Polar Express sýnd í miðju bókasafnsins. Myndin hentar fyrir börn frá 6 ára aldri.
 
Laugardagur 1. desember - 6. janúar kl. 12.00-17.00 : Duus Safnahús
Jólasveinaratleikur og óskalistar til jólasveinanna. Á aðventunni, frá 1. desember, stendur fjölskyldum til boða að fara í ratleik í Bryggjuhúsinu og leita að gömlu jólasveinunum sem hafa falið sig hér og þar um húsið. Þá er hægt og biðja Skessuna í hellinum um að koma óskalista til jólasveinanna.
 
Laugardagur 1. desember kl. 16.00 :  Duus Safnahús
Sveitarfélögin á Suðurnesjum bjóða til fagnaðar í Bíósal Duus Safnahúsa í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Frásagnir, tónlist og gamanmál (Ari Eldjárn).
 
Sunnudagur 2. desember kl. 14.00-16.00 : Duus Safnhús 
Skreytum saman í Bryggjuhúsi. Fjölskyldur búa til kramarhús, músastiga og jólahjörtu til að skreyta  Stofuna í Duus fyrir gamaldags jólaball í anda Duusverslunarinnar sem haldið verður 9.desember. 
 
Sunnudagur 2. desember kl. 17.00 : Tjarnargötutorg
Tökum fagnandi á móti aðventunni með tendrun ljósanna á vinabæjarjólatrénu frá Kristiansand á Tjarnargötutorgi. Jólatónlist, skemmtiatriði fyrir börnin, jólasveinar, heitt kakó og piparkökur.
 
Sunnudagur 9. desember kl. 14.00 -15.00: Duus Safnahús
Jólatrésskemmtun í stíl við þær sem voru haldnar í Bryggjuhúsi Duus fyrir 100 árum.  Sungið og dansað í kringum jólatré, íslenskur jólasveinn og eitthvað gott í kramarhúsi.
 
Fimmtudagurinn 13. desember kl. 16.30 : Bókasafn
Gítartónleikar á vegum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
 
Vikan 17.-22. desember : Bókasafn
Fjölbreytt jólaföndur á hverjum degi fyrir alla fjölskylduna.
 
Sunnudagur 6. janúar kl. 17.00 :  Hátíðarsvæði við Hafnargötu 12
Þrumandi þrettándagleði. Blysför frá Myllubakkaskóla, gengið að hátíðarsvæði við Hafnargötu í fylgd álfa og púka þar sem Grýla gamla tekur á móti gestum. Brenna og flugeldasýning og heitt kakó og piparkökur til að halda hita á mannskapnum.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024