Fjölbreytt dagskrá við allra hæfi á Sólseturshátíðinni á Garðskaga
Nú stendur yfir fjölbreytt dagskrá við allra hæfi á sólseturshátiðinni á Garðskaga. Formleg dagskrá hófst kl. 13 og stendur til kl. 23 í kvöld. Það spáir einstaklega vel fyrir sólsetur í kvöld og því ástæða til að skella sér á Garðskaga með fjölskylduna, njóta skemmtunar og ekki síður góða veðursins og sjá fallegt sólsetrið í kvöld.
Myndin var tekin við setningu hátíðarinnar kl. 13:00
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson