Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjölbreytt dagskrá Suðurnesjabæjardaga í dag
Gömul og góð mynd frá Sandgerðisdögum 2014. Sú hátíð er forveri Suöurnesjabæjardaga.
Laugardagur 27. ágúst 2022 kl. 10:35

Fjölbreytt dagskrá Suðurnesjabæjardaga í dag

Það er fjölbreytt dagskrá í boði á bæjarhátíðinni í Suðurnesjabæ í dag, laugardaginn 27. ágúst.

Sandgerðishöfn:
Dorgveiðikeppni við Sandgerðishöfn kl. 11:00 í umsjón Sigurvonar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ráðhúsið í Garði:
Listasýning í ráðhúsinu í Garði á 2. hæð frá klukkan 11:00 - 13:00.

Litla Brugghúsið:
Bjórhlaup með Litla brugghúsinu kl. 15:30.
Hlaupin verður 1,6 km leið, frá Víðishúsinu og að Litla brugghúsinu. Hlaupið er ekki keppni nema þá við sjálfan sig, heldur miðast við að skemmta sér og njóta. Greitt er á staðnum og er þá fyrsti bjórinn innbyrgður, síðan eru tvær bjórstöðvar á leiðinni og endað í brugghúsinu þar sem þátttakendur njóta síðasta bjórsins.

Golfklúbbur Sandgerðis:
Golfklúbbur Sandgerðis - Opna Icewear Texas Scramble. Skráning er hafin.

Blue Völlurinn:
Reynir - Magni kl 14:00 frítt inn í boði Braga Guðmunds ehf.


Sandgerðisskóli:

Fjölskylduskemmtun í umsjón Knattspyrnufélagsins Víðis.

Fjölskylduskemmtun kl.13:00-15:00.
Dagskrá sett
Leikskólabörn syngja
Leikhópurinn Lotta í boði SI raflagnir
Sirkus Íslands
Jón Arnór og Baldur
Friðrik Dór

Kvöldskemmtun kl. 20:00 við Sandgerðisskóla.
Auddi og Steindi
Reykjavíkurdætur
Aldamótatónleikar

Flugeldasýning í boði Isavia kl.22.15

Strætó fer frá Gamla pósthúsinu í Garði kl.19:40 og frá íþróttamiðstöðinni í Sandgerði kl.22:30.