Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjölbreytt dagskrá Ljósanætur í dag
Föstudagur 5. september 2003 kl. 11:08

Fjölbreytt dagskrá Ljósanætur í dag

Dagskrá Ljósanætur er fjölbreytt í dag og verður mikið af myndlistarsýningum og tónlist í verslunum í Reykjanesbæ. Ljósmyndasýning Sölku Bjartar verður á Bókasafni Reykjanesbæjar, sýning á handverki í Veghúsum Suðurgötu 9 og sýning frá Handverki og hönnun að Hafnargötu 20. Klukkan 13 opnar myndlistarsýning 10 félaga úr gömlu Baðstofunni í bæjarstjórnarsalnumað Tjarnargötu og myndlistarsýning Fríður Rögnvaldsdóttur verður í Eignamiðlun Suðurnesja, Hafnargötu 20. Ásta Pálsdóttir sýnir ítölsk hughrif í gluggum Kóda og í Fischershúsinu opnar klukkan 13 sýningin Hefðir í myndlist og handavinnu. Samsýning Félags myndlistarmanna verður í svarta pakkhúsinu og Elísabet Ástvaldsdóttir sýnir myndlist sína í Kiwanishúsinu að Iðavöllum 3c. Víkurfréttir munu flytja fréttir af uppákomum eftir því sem líður á daginn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024