Fjölbreytt dagskrá í Grindavík í dag
Þá er laugardagur runninn upp á Sjóaranum síkáta og verður nóg um að vera, frá morgni og fram eftir nóttu. Ýmsir íþróttaviðburðir verða um allan bæ, sýningar og svo skemmtidagskrá á sviðinu við Kvikuna. Þá er ýmislegt um að vera á skemmtistöðunum í kvöld. Hér má sjá dagskrá dagsins:
Laugardagur 2. júní:
08:00 - 22:00 Söguratleikur Grindavíkur 2013. Þema ratleiksins eru sögulegar „minjar"; kirkjan á Stað, Staðarbrunnur, skipsklukka, Hóp, landnámsbær, Járngerðastaðasund, Þjófagjá, Baðsvallasel, forn þjóðleið, vegaúrbætur - allt minjar sem minna á forna tíð í Grindavík.
Ratleikurinn er auðveldur og fróðlegur útivistarleikur, sem stendur frá upphafi Sjóarans síkáta fram að Jónsmessu. Leitað er að spjöldum á stöðum sem merktir eru á ratleikskortið eða vísað á þá. Sjá nánar á bls. 14-15. Höfundur ratleiks er Sigrún Jónsd. Franklín.
08:00 Sjóarinn Síkáti - VOOT beita golfmótið er með punktafyrirkomulagi. Eins og undanfarin ár verður engu til sparað í að gera mótið sem veglegast. Megin uppistaða vinninga kemur víða að, m.a. fiskafurðir, sælgæti, matvara og fleira. Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin með forgjöf og efsta sætið án forgjafar. Einnig verða námundarverðlaun á öllum par 3 holunum. Hámarksforgjöf kk er 24 og kvk 28. Skráning á www.golf.is. Þátttökugjald er 3.500
09:00 - 14:00 Sundmót Sjóarans síkáta. Keppnisgreinar eru: 50m Bringusund, 50m skriðsund, 50m baksund, 50m flugsund auk þess sem keppt er í 4x25m stakkasundi. Keppni í stakkasundi, sem hefst kl. 11:00 er opið öllum og eru hópar, hverfi, fyrirtæki, áhafnir báta o.fl. hvattir til að taka þátt. Glæsileg verðlaun.
Sundlaugin verður opin almenningi frá kl. 11:00 - 17:00
09:30 Knattspyrnumót á æfingasvæði Grindavíkur í 6. flokki drengja. Keppt er í A, B, C og D liðum og er von á 200 þátttakendum, fyrir utan foreldra og forráðamenn.
10:00 - 18:00 Risastórt fiskabúr með bleikju frá Íslandsbleikju í Grindavík til sýnis við Kvikuna.
Kl. 12:00 - 18:00 Sprell-leiktæki á hafnarsvæðinu.
Salthúsið: Sýning á verkum eftir Guðbjörgu Hlíf Pálsdóttir. Á sýningunni verða vatnslitamyndir af konum við ýmiss störf og einnig fantasíur unnar í blek og olíu. Sýningin stendur til fimmtudagsins 6.júní. Guð-björg er starfandi listamaður og býr í Grindavík. Hún hefur starfað í mörg ár sem myndlistarkennari og á mörg verk í eigu opinbera aðila. Þar á meðal tvö útilistarverk í eigu Grindavíkurbæjar, afl hafsins ( ölduna ) og dans seglanna ( seglin ). Síðastliðið haust komu út tvær bækur eftir Guðbjörgu sem hún hafði samið og myndskreytt.
Ljósmyndasýningin Samruni eftir Vigdísi H. Viggósdóttur, nema í Ljósmyndaskólanum. Hún sýnir 12 ljósmyndir af efni og náttúru.
Sýningin er á grindverkinu á gatnamótum Ránargötu og Seljabótar (við Gjögur).
13:00 - 15:00 Bílskúrssala að Túngötu 19. Gerið góð kaup, fatnaður, bækur, húsbúnaður, playstation leikir, o.fl. Alltaf gaman að prútta.......... alltaf gott verð fyrir þig kæri vinur!
13:00 - 17:00 Slysavarnardeildin Þórkatla verður með candy-flos og annað góðgæti til sölu á hafnarsvæðinu.
13:00 - 17:00 Handverksfélagið Greip með opið hús í Framsóknarhúsinu. Fjöldi glæsilegra muna til sýnis.
13:00 - 17:00 Handverksmarkaður. Staðsettur við Kvikuna.
13:00 - 17:00 Kvikan: Codland - opið hús. Codland er fullvinnslu fyrirtæki með höfuðstöðvar í Grindavík sem hefur það að markmiði að vinna meiri verðmæti úr fiski. Codland er í eigu Vísis og Þor-bjarnar.
13:00 - 18:00 „Paintball" og „Lazertag" á Landsbankatúninu Aðgangseyrir.
13:00 - 18:00 Vatnaboltar við Fiskmarkaðinn.
Aðgangseyrir.
13:00 Skemmtisigling fyrir alla fjölskylduna. Farið um borð frá Ísfélagi Grindavíkur við Miðgarð.
14:00 - 17:00 Félag slökkviliðsmanna í Grindavík verður með opið hús í slökkviliðsstöðinni. Í boðið verður fyrir 14 ára og eldri að setja á sig reykköfunartæki og kynnast því að fara í lokað rými með reyk (leikhúsreykur). Kl 14:00 og 15:00 verður sýnd notkun á handslökkvitækjum.
13:30 - 17:00 Skemmtidagskrá á sviði
o Sterkasti maður á Íslandi - Risa hjólböru-akstur (13:30)
o Sterkasti maður á Íslandi - Sirkus handlóðalyfta (13:50)
o Einar Mikael töframaður (14:10)
o Karlakór Grindavíkur (14:35)
o Karlotta Sjöfn Sigurðardóttir, Karlólína Ívarsdóttir og Inga Bjarney Óladóttir syngja tvö lög. Þær stöllur tóku þátt í söngkeppni SAMFÉS og komust í úrslit. (14:50)
o Nemendur frá Danskompaníinu Reykjanesbæ sýna. (15:00)
o Nemendur úr Grunnskóla Gr. syngja lög úr Rocky Horror. (15:15)
o Sterkasti maður á Íslandi - Réttstöðulyfta (15:30)
o Reipitog: Rauða hverfið vs. Bláa hverfið
o Reipitog: Græna hverfið vs. Appelsínugula hverfið.
o Sterkasti maður á Íslandi - Trukkadráttur (16:00)
o Hljómsveitin Pollapönk (16:30)
o Hljómsveitin Pabbastrákar (16:50)
Seinni hluti keppninnar Sterkasti maður á Íslandi fer fram á sunnudegi.
14:00 Hópkeyrsla bifhjóla frá Bláa Lóninu. Ekið inn í bæinn niður Víkurbraut, Ægisgötu og inn Seljabót og farið fyrir framan hátíðar-sviðið fyrir neðan Kvikuna. og stöðvað fyrir utan N1. Hjólum raðað upp og til sýnis. Grindjánar bifhjólaklúbbur ásamt öðrum klúbbum.
14:00 „Kaffi á stéttinni heima." Bakkalágbandið býður upp á kaffi og söng fyrir utan Vísi.
15:00 - 17:00 Bacalao-mótið í knattspyrnu. Knattspyrnumót fyrir 30 ára og eldri, fyrrum knattspyrnuhetjur Grindvíkinga nær og fjær.
14:30 - Kappróður í höfninni. Land- og sjósveitir karla og kvenna. Lið frá hverju hverfi taka þátt.
15:00 Víðihlíð/Miðgarður: Karlakór Grindavíkur skemmtir.
15:30 (eða um leið og kappróðri lýkur) Sjópulsan á ferð um höfnina. Tvenns konar ferðir; Ferð ofurhugans 13 ára og eldri - Ferð með yngri um höfnina. Er háð veðri.
15:30 Íslandsmeistarakeppni í netaviðgerðum. Umsjón: Fisktækniskóli Íslands og Veiðafæraþjónustan í
Grindavík. Keppnin fer fram á Kvíabryggju (smábátahöfninni). Skráning og nánari upplýsingar; Lárus Þór Pálmason, sími 899 8483 og netfang: [email protected]
16:00 - 17:00 Grindjánar bifhjólaklúbbur við Fiskmarkaðinn. Krakkakeyrsla. Börn fá að sitja aftan á bifhjólum og fara hring. Mömmur fá að fara rúnt á eftir.
16:00 - Brúðubíllinn skemmtir yngstu kynslóðinni á Hafnargötunni.
Kvölddagskrá:
o 21:00 - 01:00 Sjómannastofan Vör: Dansleikur - Gömlu dansarnir - sjómannalögin. Grétar Guðmundsson leikur.
o 22:00 Bryggjan: Guðmundur Einarsson og Vignir Bergmann skemmta með lögum í anda hljómsveitarinnar Júdas.
o 00:00 Kanturinn: Hljómsveitinn Hafrót, Pétur Grindvíkingur ætlar að vera með Hafur-Bjarna stemmingu.
o 00:30 - 04:00 Salthúsið: Dansleikur með Skítamóral. Miðaverð: 2.500 kr.
o 00:00 - 04:00 Íþróttahúsið: Ball á vegum körfuknattleiksdeildar UMFG. Páll Óskar Hjálmtýsson sér um fjörið. Miðaverð: Aldurstakmark 18 ára. Foreldrum og/eða forráðamönnum verður ekki
heimilt að koma með unglinga yngri en 18 ára inn á ballið.