Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjölbreytt dagskrá á Sólseturshátíð í Garði
Sunnudagur 23. júní 2013 kl. 13:45

Fjölbreytt dagskrá á Sólseturshátíð í Garði

Sólseturshátíð verður fjölbreytt að venju í Garðinum en dagskráin mun standa yfir dagana 24. til 30. júní. Henni lýkur á sunnudegi með tónleikum Ellenar Kristjánsdóttur í Gerðaskóla.

Hátíðin mun hefjast með karla og kvennakvöldum í sundlauginni mánudag og þriðjudag en síðan mun Einar Mikael galdamaður heimsækja Garðmenn á miðvikudag. Fjölbreyttar sýningar hefjast á fimmtudag en síðan verður þétt dagskrá á laugardag sem mun ná hápunkti um kvöldið þegar fjölmargir tónlistarmenn munu koma fram, þar á meðal Klassart, Upplyfting og Helgi Björns.

Hér er hægt að sjá alla dagskrá hátíðarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024